Námskeiðið MBCT

Núvitund í meðferðarstarfi er tiltölulega nýtilkomin, er í mikilli framsækni og lofar góðu.

Hugskref býður upp á námskeiðið MBCT (Mindfulness-Based Cognitive Therapy) og MBSR (Mindfulness-Based Stress Reduction) sem byggja bæði á þjálfun í mindfulness og eru mest rannsökuðu námskeiðin.

MBCT var þróað út frá MBSR og byggir á þjálfun í núvitund og hugrænni atferlismeðferð. MBCT var upphaflega hannað sem fyrirbyggjandi inngrip fyrir fólk með endurteknar þunglyndislotur en hefur síðan verið þróað yfir í úrræði fyrir marvíslega erfiðleika. MBCT hefur hlotið samþykki og stuðning rannsókna og breska heilbrigðiskerfið (NICE guidelines) mælir meðal annars fyrir þessu úrræði í lykilforgang fyrir fólk sem þjáðst hefur af þunglyndi.

MBCT kennir þátttakendum núvitund í gegnum hugrænar æfingar og hugleiðslu; beina með ásetningi sérstakri tegund athygli eða viðhorfs til núlíðandi stundar, til líkamlegra kennda, tilfinninga og hugsana sem þróar smám saman upp samkennd og nýrra tengsla við upplifun. Þetta nýja viðmót kennir þátttakendum að bregðast á gagnlegan hátt við vægum og/eða upphafs einkennum bakslags og koma þannig í veg fyrir að vítahringur sem hefst á vægri depurð nái að magnast yfir í djúpt þunglyndi. MBCT hefur nú þegar verið aðlagað að börnum og unglingum og fyrstu rannsóknir á núvitundarmiðaðri meðferð fyrir börn og unglinga sýna jákvæð áhrif, sérstaklega á einkennum þunglyndis, streitu og kvíða.