Af hverju núvitundarmiðuð meðferð fyrir unglinga?

Núvitundarmiðuð meðferð fyrir unglinga:

 • Geðræn vandamál eru því miður algeng meðal barna og unglina
  • Allt að 20% ungmenna eru talin glíma við geðræna erfiðleika af einhverju tagi 
  • Kvíðaraskanir eru algengasti flokkur geðraskana á meðal barna og unglinga með algengi yfir 10%
 • Geðrænar raskanir eru þrálátar
  • Endurkoma geðrænna vandamála eru algeng
  • Án samfelldrar meðferðar getur fólk þjáðst af endurkomu geðrænna vandamála í allt að 80% tilfella
  • Einu ári eftir upphaf eru 50% ungmenna enn klínískt þunglynd, og allt að 30% tilfella taka sig upp að nýju innan 5 ára (NICE, 2005). 
 • Flest heilbrigðisvandamál fullorðinna hefjast á unglingsárum.
 • Unglingar sem þjást af kvíða og þunglyndi eru ekki aðeins í aukinni hættu af endurkomu kvíða- og þunglyndislotu, heldur auk þess í aukinni áhættu af því að ánetjast ólöglegum vímuefnum, kljást við námserfiðleikum og hætta til sjálfskaðandi hegðunar.
 • Þörfin til að bregðast snemma við þessum erfiðleikum er því brýn og enn mikilvægara að hafa inngrip sem einnig er forvörn og nálgast viðfangsefnið með fyrirbyggjandi hætti.