Þjálfun

Hugskref býður upp á þjálfun í núvitund fyrir hvern þann sem langar að tileinka sér og læra núvitund.

Einnig fyrir þá sem hafa farið á námskeið í núvitund en vilja leiðsögn um áframhaldandi iðkun, til að kynnast á dýpri hátt eðli hugans eða til að fá leiðsögn varðandi erfiðleika sem þeir standa frammi fyrir.

Hægt er að fá hóptíma eða einkatíma.

Þetta fyrirkomulag getur einnig verið hentugt fyrir þá sem vilja læra að lifa meira í andartakinu eða nýta núvitund. Getur verið gagnlegt fyrir þá sem vilja ná langt í sinni grein, t.d. afreksfólk í íþróttum og tónlist.

Edda M. Guðmundsdóttir er að sérhæfa sig í að handleiða núvitundarkennara og býður upp á handleiðslu fyrir þá sem eru að læra að verða núvitundarkennarar.