Núvitund á meðgöngu

Hvað?
Mindfulness/ núvitund á meðgöngu er námskeið fyrir konur á öllum aldri, frum- og fjölbyrjur. Velkomnar frá viku 8 – 33.
Lokaður hópur, mest 12 konur.

Hvernig?
Núvitund er færni sem hver og einn getur tileinkað sér. Þátttakandi er leiddur áfram í huganum til að taka eftir hvað er í gangi á líðandi stundu. Athygli er meðal annars beint að líkamlegum kenndum, tilfinningum og hugsunum. Þátttakandi lærir að stíga skref frá eigin reynslu, horfa á úr fjarlægð og þróa smám saman upp samkennd, þolinmæði og mildi.

Æfingarnar fara fram sitjandi, liggjandi og í formi hreyfinga.

Hvers vegna?
Rannsóknir hafa sýnt fram á að núvitundariðkun (á meðgöngu) auki gæði daglegs lífs, bjóði uppá meiri ró, samþykki, aukna meðvitund um það sem er til staðar og mildi / samkennd (compassion) gagnvart sjálfum sér og öðrum.

Nýjasta rannsóknin bendir til að minni líkur séu á fæðingarþunglyndi.  Um þessar mundir eru margar rannsóknir í gangi.

Fyrir hverja?
Allar konur á meðgöngu sem hafa áhuga á að læra núvitund, gefa sér tíma fyrir sig, kynnast sjálfri sér (betur) og læra tækni til að takast á við allt sem daglegt líf hefur upp á að bjóða og undirbýr fyrir fæðinguna.
Námskeiðið hentar einnig vel þeim konum sem upplifa streitu, kvíða, þunglyndi, depurð, litla einbeitingu, þreytu, (grindar) verki og fleira.

Þetta námskeið er byggt á öðru námskeiði sem heitir á ensku Mindfulness based stress reduction (MBSR), eða á íslensku Núvitundarmiðuð aðferð til að minnka streitu. Rannsóknir sýna fram á að fólk sem hefur átt við kvíða, þunglyndi, króníska verki eða streitu að stríða, upplifi að núvitundartækni bæti daglegt líf.

Hér fyrir neðan eru nokkrar setningar sem fyrrum þátttakendur skrifuðu um námskeiðið, birt með þeirra leyfi:

´Ég lærði mildi, þolinmæði og að leyfa sjálfri mér stundum að eiga slæman dag án þess að rífa mig niður og dæma. Ég er duglegri að láta vita hvernig mér líður og pæli meira í því en áður og það hefur gefið mér aukna hamingju og ró.´

´Er æ oftar meira á staðnum. Þegar ég er að horfa á tv þá er ég ekki í tölvunni og símanum og leika við dótturina og jafnvel að hugsa e-ð allt annað á meðan.´

´Ég hef lært að slaka á hlutum sem skipta ekki máli. Náð að hugsa meira um hlutina sem ég er að gera daglega en ekki alltaf vera að velta mér upp úr fortíðinni. Nota meira öndun til þess að róa mig.´

´Vel skipulagt námskeið, gott andrúmsloft, vel haldið utan um, góðar æfingar. Gott að hafa heimavinnu (án pressu) til að halda manni við efnið.´

´Frábært námskeið. Hjálpaði mér að tengjast barninu í maganum.´

´Meira sætti við að kvíði og neikvæðar hugsanir komi alltaf til með að koma og fara og það sé lítið sem ég get gert í því. Ég dæmi mig ekki eins hart fyrir það.´

Hvar?
Núvitundarsetrinu, Lágmúla 5, 4. hæð.

Hver kennir?
Vala, ljósmóðir og þjálfari í núvitund.

Hvenær?
Námskeiðið er 8 skipti, kennt er á þriðjudögum kl. 17.15-18.45.

 

Hvað kostar?
60.000 krónur. Innifalið í verði:  námskeiðsgögn og hlustunaræfingar.
Athugið að stéttarfélög styrkja stundum námskeið (tengdum fæðingarundirbúningi og/eða núvitund).

Námsmaður / atvinnulaus / öryrki / heimavinnandi  45.000 krónur.

Áhugi og/eða skráning?
Sendið netpóst á vala@hugskref.is