Grunnnámskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 15-20 í núvitund

Næsta núvitundarnámskeið verður í haust.

Einstaklingsþjálfun í núvitund er alltaf í boði. Endilega skráðu þig á biðlista á næsta núvitundarnámskeið strax.

Námskeiðið tekur 8 vikur, 1,5 klst. í senn.

Verð  60.0000 krónur fyrir 8 vikur (kynningarviðtal innifalið, gögn og aðgangur að hugleiðsluæfingum).

Hver tími er 90 mínútur að lengd og mælt er með 5-20 mínútna heimavinnu á hverjum degi á meðan á grunnnámskeiðinu stendur.

Leiðbeinandi: Edda M. Guðmundsdóttir.  

Staður: Núvitundarsetrið, Lágmúla 5, 4. hæð, 108 Reykjavík 

Skráningar á edda@hugskref.is eða edda@nuvitundarsetrid.is.

Takmörkuð pláss. Aðeins 6-10 í hverjum hópi.

Hér má nálgast viðbrögð þátttakenda við núvitundarnámskeiði.

  • Viltu prófa núvitund?
  • Læra að hugleiða og þjálfa athygli þína?
  • Kannski læra að nýta núvitund til að bæta þig í námi, íþróttum eða tónlist?
  • Auka einbeitingu eða draga úr kvíða?
  • Viltu tækla streitu sem tengist námi eða daglegu lífi?
  • Viltu læra aðferðir til að draga úr einkennum depurðar?

Þá er þetta námskeið eitthvað fyrir þig!

Rannsóknir hafa sýnt fram á að núvitundarþjálfun getur m.a. haft jákvæð áhrif á vellíðan, andlega og líkamlega heilsu, dregið úr streitu, kvíða og depurð, bætt svefn og aukið einbeitingu og árangur í námi, íþróttum og tónlist.