Mindfulness / Núvitund

Skilgreining á núvitund eða gjörhygli/árvekni eins og mindfulness hefur gjarnan verið þýtt á íslensku (orðið sati á upprunalega tungumálinu, Pali) merkir að beita athygli á ákveðinn hátt; með ásetningu, í andartakinu og án þess að dæma. Þjálfunin fer að mestu fram í gegnum hugleiðslu þar sem eðli hugans, hugsanamynstur og ósjálfráð viðbrögð eru skoðuð. Ákveðnir eiginleikar eru þjálfaðir upp, eins og þolinmæði, mildi og stöðugleiki. Rannsóknir hafa sýnt að þjálfun í núvitund getur aukið samkennd og vitund á líðandi stundu. Þetta hefur margvísleg jákvæð áhrif á líðan og tilfinningalega stjórn sem rannsóknir á heilastarfseminni eru farnar að styðja.