Námskeiðið MBSR

Núvitund í meðferðarstarfi er tiltölulega nýtilkomin, er í mikilli framsækni og lofar góðu.

Hugskref býður upp á námskeiðið MBCT (Mindfulness-Based Cognitive Therapy) og MBSR (Mindfulness-Based Stress Reduction) sem byggja bæði á þjálfun í mindfulness.

MBSR: Jon Kabat-Zinn þróaði Mindfulness-based stress Reduction (MBSR) fyrir nokkrum áratugum sem meðferðarúrræði innan heilbrigðiskerfisins fyrir fólk sem þjáðist af langvinnum verkjum og ólæknandi sjúkdómum. Hann byggði MBSR á 2500 ára gömlum fræðum úr Buddhisma og þróaði hugleiðsluæfingar, án tilvitnana til trúarbragða, til að takast á við þjáningar. MBSR hefur verið aðlagað að ýmsum hópum, eins og konum á meðgöngu.

Hér má sjá myndband af Jon Kabat-Zinn segja frá mindfulness