Um okkur

Vala Guðmundsdóttir

ljósmóðir og sónartæknir

Ég kynntist mindfulness árið 2011 og hreifst mikið af þessari (eiginlega) einföldu aðferð til að tækla lífið sem oft er ekki einfalt. Maður veit að hugurinn er sterkt tæki, en að hann sé svona máttugur finnst mér ég hafa upplifað enn betur í gegnum mindfulness æfingarnar. Þær eru púl, taka oft verulega á en færa mér jafnframt nýja innsýn inn í sjálfa mig. Það heillar mig hve jarðbundin aðferð þetta er og kraftmikil. Eftir að hafa farið tvisvar sinnum á 8 vikna Mindfulness Based Stress Reduction námskeið (MBSR), sem öll önnur mindfulness námskeið eru byggð á, ákvað ég að fara á kennaranámskeið sem ég lauk árið 2014. Maður er aldrei búinn að læra allt í mindfulness, alltaf eitthvað nýtt að uppgötva.

Sem ljósmóðir og fóstursónartæknir hef ég leiðbeint mörgum konum á meðgöngu, í fæðingu og fyrstu tvær vikurnar eftir fæðingu. Eins og þetta er stórfengilegt ferli fylgir því oft tilfinningarússíbani vegna allra hormónabreytinganna, og líkamleg óþægindi. Konur eiga misjafnlega auðvelt með að samþykkja ´það sem þær vilja ekki að sé til staðar´ og takast á við þetta tímabil. Allt í einu er engin stjórn lengur á líkama né huga, þá grípa okkur allskonar tilfinningar eins og hræðsla, reiði, pirringur, sorg og svo framvegis. Mindfulness er einföld og auðveld leið (fyrir flesta) til að eiga við þetta allt saman, af því að með þessari aðferð æfir maður sig í að leyfa því sem er til staðar að vera eins og það er. Hlutirnir hverfa hvort sem er ekki, þótt við forðumst þá. Stundum hjálpar að gefa þeim ´bara´ rými og athygli.
Lokarannsókn mín í ljósmóðurfræðum í Hollandi, var um áhrif 8 vikna mindfulness námskeiðs á upplifun kvenna á meðgöngu, fæðingu (þar sem lítið annað kemst að en núið!) og fyrstu tvær vikur eftir barnsburð. Niðurstöðurnar  urðu til þess að ég sannfærðist um að það að leiðbeina konum á meðgöngu með mindfulness æfingum væri eitt það besta sem ég gæti gefið af mér sem ljósmóðir fyrir (verðandi) mæður, með öllu sem því hlutverki fylgir.

 


logo     Edda M. Guðmundsdóttir
                          sálfræðingur (Cand.Psych.), sérhæfing í MBT (mindfulness-based therapies)Edda Margre¦üt Gu+¦mundsdo¦üttir070775-3019

Ég er klíniskur sálfræðingur í grunnmenntun og hef unnið töluvert með börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra og nú nýverið með fólki með langvinna og alvarlega sjúkdóma og fjölskyldur þeirra. Starfsþjálfun mín fór fram á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans-Háskólasjúkrahúss, þar sem ég gerði auk þess lokaverkefni mitt.

Áhugi minn hefur alltaf beinst að vellíðan, ábyrgð á eigin heilbrigði og hamingju í fjölbreytileika daglegs lífs.  Leit mín sem meðferðaraðili miðuðust við kvíða, streitu og þunglyndi og aðferðir til að takast á við erfiðar aðstæður í lífi fólks, eins og langvinn veikindi, sorg og verki. Þegar ég kynntist núvitund vissi ég að leit minni var lokið. Núvitund er færni sem sífellt er hægt að þróa og þarf að hlúa að. Nú-vitund er einföld en hún er ekki auðveld!

Eftir menntun mína sem sálfræðingur árið 2005 lærði ég að gefa börnum og unglingum jóga og var með mitt eigið fyrirtæki í Hollandi þar sem ég  bauð upp á jógatíma, aðallega fyrir unglinga, ásamt því að veita ráðgjöf til unglinga og foreldra þeirra varðandi kvíða, þunglyndi og streitu. Þá lærði ég einnig dáleiðsluaðferð/djúpslökun sem meðferðarúrræði fyrir fagaðila innan heilbrigðiskerfisins, bæði í Hollandi og Englandi  (t.d. sprautufælni, verkjum, áföllum og kvíða). Ég kynntist fyrst núvitund (mindfulness) árið 2002 en fór að stunda það af ráði í kringum árið 2007. Ég fór á mindfulness kennaranámskeið fyrst árið 2010 og ákvað í kjölfarið að ég myndi sérhæfa mig í núvitund sem meðferðarform. Sumarið 2014 lauk ég 2ja ára framhaldsnámi hjá Háskólanum í Exeter í Núvitundarmiðuðum meðferðarúrræðum (Mindfulness-based therapies). Ég hef stýrt núvitundar-miðaðri hugrænni hópmeðferð fyrir unglinga með geðraskanir, samhliða námskeiði fyrir foreldra ásamt því að stýra hópmeðferð fyrir fullorðna sem þjáðst hafa af þunglyndi í Englandi. Ég hef aðstoðað við aðlögun á MBCT fyrir unglinga innan geðheilbrigðisþjónustunnar í Bretlandi.

Haustið 2014 flutti ég heim til Íslands með fjölskylduna og starfaði þann vetur hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Nú vinn ég sem sálfræðingur hjá Hugskrefum og Krafti, stuðningsfélagi ungs fólks með krabbamein og aðstandendur þeirra. Þá sit ég í stjórn Alúðar, félagi um vakandi athygli og núvitund. Einnig vinn ég að forathugun á MBCT fyrir unglinga hjá Fjölskylduteymi Langholts og Vogahverfis.  Nú nýverið stofnaði ég Núvitundarsetrið ásamt góðu fólki þar sem Hugskref er staðsett í dag.

Aðallega hef ég óstöðvandi ástríðu fyrir heilbrigði og hamingju fólks á öllum aldri…