Nokkur námskeið verða á vegum Hugskrefa í haust í samvinnu við ýmsar stofnanir:
Námskeið verður haldið á Núvitundarsetrinu, Lágmúla 5, fyrir fólk með endurtekið þunglyndi og hefst í lok september 2016. Inntökuviðtöl nauðsynleg. Námskeiðið verður á föstudögum frá kl. 10.30-12.30 í 8 vikur. Skráningar hafnar: edda@hugskref.is eða palina@skreffyrirskref.is
Þá verður námskeið haldið í Þraut, Höfðabakka 9, fyrir fólk með vefjagigt. Námskeiðið hefst í september og verður haldið á tveggja vikna fresti. Tvö námskeið verða haldin, annað á mánudögum kl. 16.15-17.45 í 8 vikur (4 skipti) og hitt á miðvikudögum frá kl. 11-12.30 (4 skipti). Þá verður einnig haldið framhaldsnámskeið fyrir áhugasama, 4 skipti í nóvember (vikulega). Skráningar hafnar hjá Þraut eða edda@hugskref.is.
Námskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 16-22 ára verður haldið hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, fyrir aðstandendur krabbameinsgreindra. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 13.09 2016 kl. 15.30-17.00 og er vikulega í 8 skipti. Skráning: radgjof@krabb.is.