Fréttir

Hvað finnst þátttakendum um Núvitundarnámskeið fyrir konur á meðgöngu?

Hér fyrir neðan eru nokkrar setningar sem fyrrum þátttakendur skrifuðu um námskeiðið, birt með þeirra leyfi:

´Ég lærði mildi, þolinmæði og að leyfa sjálfri mér stundum að eiga slæman dag án þess að rífa mig niður og dæma. Ég er duglegri að láta vita hvernig mér líður og pæli meira í því en áður og það hefur gefið mér aukna hamingju og ró.´

´Er æ oftar meira á staðnum. Þegar ég er að horfa á tv þá er ég ekki í tölvunni og símanum og leika við dótturina og jafnvel að hugsa e-ð allt annað á meðan.´

´Ég hef lært að slaka á hlutum sem skipta ekki máli. Náð að hugsa meira um hlutina sem ég er að gera daglega en ekki alltaf vera að velta mér upp úr fortíðinni. Nota meira öndun til þess að róa mig.´

´Vel skipulagt námskeið, gott andrúmsloft, vel haldið utan um, góðar æfingar. Gott að hafa heimavinnu (án pressu) til að halda manni við efnið.´

´Frábært námskeið. Hjálpaði mér að tengjast barninu í maganum.´

´Meira sætti við að kvíði og neikvæðar hugsanir komi alltaf til með að koma og fara og það sé lítið sem ég get gert í því. Ég dæmi mig ekki eins hart fyrir það.´