Næsta núvitundarnámskeið fyrir 15 til 20 ára í fyrirbyggjandi aðferðum til að takast á við kvíða og depurð
hefst 23. janúar 2018
8x á þriðjudögum frá kl. 16.30 til 18.00
- Viltu prófa núvitund?
- Læra að hugleiða og þjálfa athygli þína?
- Kannski læra að nýta núvitund til að bæta þig í námi, íþróttum eða tónlist?
- Auka einbeitingu eða draga úr kvíða?
- Viltu tækla streitu sem tengist námi eða daglegu lífi?
- Viltu læra aðferðir til að draga úr einkennum depurðar?
Þá er þetta námskeið eitthvað fyrir þig!
Rannsóknir hafa sýnt fram á að núvitundarþjálfun getur m.a. haft jákvæð áhrif á vellíðan, andlega og líkamlega heilsu, dregið úr streitu, kvíða og depurð, bætt svefn og aukið einbeitingu og árangur í námi, íþróttum og tónlist.
Hver tími er 1 ½ klst. að lengd og mælt er með 5-20 mínútna heimavinnu á hverjum degi á meðan á námskeiðinu stendur.
Inntökuviðtal nauðsynlegt til að meta hvort námskeiðið henti viðkomandi ef einkenni kvíða og þunglyndis eru mikil.
Leiðbeinandi: Edda M. Guðmundsdóttir. Skráning til og með 19. janúar 2018 á edda@hugskref.is
Staður: Núvitundarsetrið, Lágmúla 5, 4. hæð, 108 Reykjavík
Námskeiðið hefst þriðjudaginn 23. janúar 2018 kl. 16.15 til 17.45 og er vikulega í 8 skipti (kennt dagana 23. og 30. jan., 6., 13., 20 og 27. feb., 6. og 13. mars). Verð: 40.000.-
Sjá auglýsingu hér.