Aðalsíða

Velkomin á heimasíðu Hugskrefa!  Hér starfa sálfræðingur og ljósmóðir.

Hugskref veitir meðferð fyrir einstaklinga og heldur námskeið sem miða að því að stuðla að heilbrigði.

Í boði er einstaklings- og hópmeðferð fyrir unglinga, ungmenni og (verðandi) foreldra ásamt námskeiði fyrir konur á meðgöngu þar sem úrræði byggjast á núvitund (mindfulness).

Hugskref stendur fyrir huga og skref. Hugur er hugtak sem oftast notað til að lýsa æðri eiginleikum mannsheilans til dæmis persónuleika, hugsun, skynsemi, minni, gáfum og tilfinningum.  Okkar úrræði byggjast á mildri nálgun í smáum skrefum í átt að bættri líðan og auknu heilbrigði.