Fréttir

Vikulegir fjar-jógatímar Hjartastund

Haustönn 2021: Vikulegir jógatímar sem fara fram í gegnum fjarbúnaðinn Zoom.

Hver tími er aðgengilegur í eina viku þannig að þú getur gert tímann þegar þér hentar, eins oft og þú vilt. Hver tími er 90 mín.

Kennari:  Edda Margrét Guðmundsdóttir, sálfræðingur með sérhæfingu í núvitundarmiðaðri meðferð og jógakennari.

Boðið upp á: 

  • Öndunaræfingar
  • Rólega upphitun
  • Jógastöður
  • Slökun
  • Jógafræði

Þetta verða rólegir tímar þar sem athyglin er leidd inn á við og rík áhersla lögð á samkennd og sjálfsumhyggju og er fyrir alla sem vilja fara inn á við og gefa sér rými í dagsins önn, fyrir alla aldurshópa og er hugsað fyrir byrjendur og/eða þá sem eru nýbyrjaðir í jógaiðkun.

Praktísk atriði:  Þú skalt leitast við að gera jógatímana í öruggu rými heima hjá þér þar sem þú ert í næði, án truflunar, með tölvuna fyrir framan þig. Gott er að nota jógadýnu, vera í þægilegum fötum, með hlýja sokka, sjal og hafa teppi og púða nálægt. Æskilegt er að borða ekki einni klukkustund fyrir jógatímann.  Ath. Ekki er leyfilegt að deila jógatímunum án leyfis en fjölskyldumeðlimir mega njóta góðs af 😉

Mánaðarverð: 8.000 kr. fyrir mánuðinn

Frekari upplýsingar og skráning á edda@hugskref.is

Kær kveðja, Edda Margrét