Starfsfólk: Edda


logo     Edda M. Guðmundsdóttir
Sálfræðingur (Cand.Psych.), sérhæfing í MBT (mindfulness-based therapies) og jógakennari.Edda Margre¦üt Gu+¦mundsdo¦üttir070775-3019

Sérfræði- og áhugasvið

Ég er sálfræðingur að mennt, núvitundarleiðbeinandi og handleiðari í núvitundarmiðaðri meðferð. Sérsvið mín eru núvitundarmiðuð meðferð við þunglyndi og kvíða og handleiðsla á því sviði ásamt núvitundarmiðaðri hópmeðferð.  Auk þess hef ég lokið grunnnámi- og framhaldsnámi (800 tímar) í jógafræðum og er starfandi jógakennari.

Menntun

Ég lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla íslands árið 2002, og Cand. psych. gráðu frá sama skóla 2005 og bætti svo við mig námi frá Háskólanum í Exeter, Bretlandi í núvitundarmiðaðri meðferð árið 2014 (2012-2014). Ég hef sótt ráðstefnur og margvísleg námskeið og vinnustofur, þ.á.m. sérhæfð Mindfulness námskeið fyrir handleiðslu, mat á handleiðslu og núvitund fyrir börn og unglinga.

Starfsreynsla

Eftir að ég flutti til Ísland hef ég unnið sem sálfræðingur hjá Núvitundarsetrinu. Einnig hef ég verið  núvitundarleiðbeinandi og handleiðari í núvitundarmiðaðri meðferð hjá Mindfulness Network í UK síðan 2018. Á meðan náminu stóð í Bretlandi starfaði ég hjá Barna- og unglingageðheilbrigðisþjónustu í Exeter (CAMHS) og hjá rannsóknarsetri Háskólans í Exeter (IAPT-service og NHS) og vann meðal annars að því að aðlaga núvitundarmiðaða meðferð að unglingum með kvíða og þunglyndi. Hérlendis hef ég síðan starfað sem sálfræðingur hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins þar sem ég gerði einnig rannsókn á núvitunarmiðaðri meðferð fyrir unglinga með kvíða og depurð. Þá hef ég einnig starfað hjá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum þeirra og hef haldið námskeið fyrir Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins um árabil fyrir ungt fólk sem misst hefur nákominn og þau rúlla enn á hverri önn. Ég held  fyrirlestra, vinnustofur, hugleiðslur og námskeið fyrir fyrirtæki. Þá veiti ég ráðgjöf og meðferð fyrir fólki og ungmenni sem eru að ganga í gegnum sorgarferli og starfa einnig með fólki og ungmennum sem þjást af langvinnum verkjum eða sjúkdómum.

Blaðagrein við Eddu