Flokkur: Fréttir
Opnar hugleiðslur
Nú má nálgast hugleiðslur á Spotify undir Núvitundarsetrið, Hugleiðslur fyrir ungmenni. Gjörið svo vel…
2ja metra fjarlægð
Hugskref býður upp á opnar hugleiðslur fyrir ungmenni
Í ljósi aðstæðna höfum við ákveðið að verða við vaxandi þörf og óskum og að bjóða upp á opnar hugleiðslur fyrir ungmenni. Þær má nálgast hér. Munið að huga vel að ykkur á þessum undarlegu tímum. Ekki gleyma undirstöðunum – góður svefn, hollt mataræði, næg hreyfing og uppbyggileg félagsleg samskipti.
Hlaðvarp – námskeið fyrir ungmenni sem misst hafa ástvin
Vekjum athygli á hlaðvarpi frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins – núvitundarnámskeið fyrir ungmenni sem misst hafa náinn vin eða aðstandenda. Má nálgast hér.
Kynnum með stolti inngöngu í handleiðslusamtök fyrir núvitund!
Edda Margrét Guðmundsdóttir hefur fengið inngöngu í samtök sem sérhæfa sig í að veita handleiðslu fyrir þá sem eru að læra að kenna núvitund (Núvitundarmiðuð handleiðslu hjá The Mindfulness Network). Það er okkur mikil ánægja og heiður að fá að tilheyra þessum hópi fagfólks. Hér má fá nánari upplýsingar: https://www.mindfulness-supervision.org.uk/edda-magret-gudmundsdottir/
Breytingar á starfsemi Hugskrefa
Nú býður Vala ljósmóðir upp á snemmsónar í samvinnu við 9 mánuði. Hafið samband við Völu fyrir tímapantanir (vala@hugskref.is) Næstu núvitundarnámskeið fyrir ófrískar konur og ungmenni verða í janúar 2019 (vegna breytinga og fæðingarorlofs). Edda Margrét sálfræðingur er að sérhæfa sig í að handleiða aðra núvitundarkennara og fer því að bjóða í auknum mæli upp á… Read More Breytingar á starfsemi Hugskrefa
Námskeið á næstunni
Næstu námskeið hefjast á nýju ári, 2018 11. jan. – 15. mars: Núvitund fyrir fólk með vefjagigt. Fimmtudaga frá kl. 10.30-12.00, 8 skipti. Haldið í Þraut. Skráningar á edda@hugskref.is 23. jan. – 13. mars: Núvitund fyrir ungt fólk, 15-20 ára (sérstök áhersla lögð á kvíða og depurð). Þriðjudaga frá kl. 16.15-17.45. Inntökuviðtöl fara fram fimmtudaginn 18.… Read More Námskeið á næstunni
Hvað finnst þátttakendum um Núvitundarnámskeið fyrir konur á meðgöngu?
Hér fyrir neðan eru nokkrar setningar sem fyrrum þátttakendur skrifuðu um námskeiðið, birt með þeirra leyfi: ´Ég lærði mildi, þolinmæði og að leyfa sjálfri mér stundum að eiga slæman dag án þess að rífa mig niður og dæma. Ég er duglegri að láta vita hvernig mér líður og pæli meira í því en áður og það… Read More Hvað finnst þátttakendum um Núvitundarnámskeið fyrir konur á meðgöngu?
Skráningar hafnar á núvitundarnámskeið fyrir konur á meðgöngu
Næsta námskeið hefst þriðjudaginn 17. október kl. 17.15 og stendur yfir til kl. 18.45. Skráningar hafnar á vala@hugskref.is Námskeiðið er 8 skipti í Núvitundarsetrinu, Lágmúla 5, 4. hæð. Verið hjartanlega velkomnar! Vala ljósmóðir (Næsta námskeið hefst í febrúar á sama tíma, skráningar hafnar)