Fréttir

Núvitundarnámskeiðin fyrir fólk með vefjagigt hefjast aftur í janúar 2018

Næsta námskeið í núvitund fyrir fólk með vefjagigt hefst 11. janúar – 15. mars 2018

á fimmtudögum kl 10.30-12.00

Á námskeiðinu er byggð upp grunnfærni núvitundar og hvernig hægt er að takast á við verki í daglegu lífi. Þá verður farið ítarlega yfir hvernig hægt er að nota núvitund til að byggja upp nýtt samband við upplifun, auka samkennd, vellíðan og innri ró. Sérstök áhersla er lögð á aðferðir til að takast á við kvíða og depurð sem oft fylgir langvinnum verkjum.

Hver tími er 1 ½ klst. að lengd.  Mælt er með 20-40 mínútna heimavinnu á hverjum degi á meðan á námskeiðinu stendur.

Leiðbeinandi: Edda M. Guðmundsdóttir sálfræðingur, með sérhæfingu í MBT (mindfulness-based therapies).

Staðsetning:  Þraut, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík.

Verð: 50 þúsund. Hægt er að dreifa greiðslum. Staðfestingargjald 8 þúsund við skráningu. Athugið að mörg stéttarfélög greiða niður núvitundarnámskeið.

Skráning og nánari upplýsingar má fá hjá leiðbeinanda með því að senda póst á edda@hugskref.is.