Fréttir

Forathugun á núvitundarnámskeiði sýna jákvæðar móttökur unglinga

Núvitundarnámskeið fyrir ungmenni: Hvað finnst þeim?

Hvað skrifuðu þátttakendur nafnlaust eftir námskeiðið (birt með þeirra leyfi)

„Hugleiðsla og æfingarnar eru ótrúlega góð til þess að róa hugann frá ofhugsunum og hjálpar manni að viðurkenna hugsanirnar“.

„Mjög gagnlegt og ótrúlega fróðlegt námskeið. Hlutir sem ég vissi varla hvað voru en eru núna eitt af því sem skiptir lang mestu máli (akkerið innra með mér)“

„Námskeiðið hjálpaði mér ólýsanlega mikið“.

„Hjálpaði mér mikið vegna þess að ég ofhugsa nánast allt og núvitundin hjálpr mér að komast í núið. Einnig hjálpar mér að prufa nýja hluti“.

„Ég lærði hvernig ég get stoppað mig af og farið upp frekar en niður vítahringinn minn“.

„Mér finnst ég hafa meiri stjórn á kvíðanum og mér finnst gott að kunna nokkrar æfingar til að róa mig niður og komast í núið þegar ég finn að ég er að fá kvíðakast“.

„Frábært námskeið, ég mæli hiklaust með þessu fyrir hvern sem er, stuðlar að aukinni hamingju“.

“Námskeiðið hefur haft mjög góð áhrif á mig, ég hef róast og liðið betur”,

“ég fékk mjög góða slökun og tíma til að vinna með sjálfa mig”,

“ég næ betri stjórn á kvíðanum, þannig að ég fæ færri kvíðaköst”,

“hugsanirnar hættu að fara svona mikið á flakk”,

“náði að anda og vera róleg og það er minna af streitu”,

“þetta er allt að breytast, það er bara að gerast mjög hægt og ég er að byggja mig upp”,

“ég næ betur að halda mér rólegum og kvíðaköst hafa minnkað töluvert”,

“ég kom vegna þess að foreldrar mínir báðu mig um það. Ég hélt það myndi verða leiðinlegt. En svo fannst mér gaman!”

“mér fannst það hjálpa mér meira að kljást við daglegt líf og ég leysi betur úr vandamálum mínum þótt ég eigi enn langt í land”,

“mér fannst námskeiðið kósý, auðvelt að deila hlutum, gott umhverfi og skemmtilegar æfingar”,

“núvitund hefur gagnast mér að slaka á og vera jákvæð og ekki hræðast um framtíðina”